Þjónustumiðstöð bókasafna

Þjónustumiðstöð bókasafna er sjálfseignastofnun sem var stofnuð samkvæmt skipulagsskrá dagsettri 24. júlí 1978, staðfestri af forseta Íslands 9. ágúst 1978 samkvæmt þágildandi lögum, nr. 20/1964. Stofnunin starfar nú samkvæmt lögum um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999.

Markmið Þjónustumiðstöðvar bókasafna er að bæta bókasafnaþjónustu á Íslandi og styðja bókasöfnin í að gera lestur, upplýsingar, menntun og  menningu aðgengilega almenningi.

Við sérhæfum okkur í bókasafnsbúnaði og vörum fyrir almenningsbókasöfn og bókasöfn í skólum og stofnunum og viljum ávallt veita þjónustu sem hæfir hverju safni.