Nýjar vörur og fréttir
Bókamarkaður Forlagsins
6. september 2022

Hinn árlegi bókamarkaður Forlagsins hefst á morgun (7. september) og stendur til 2. október.
Munið að renna við hjá okkur og grípa með bókaplast og aðrar nauðsynjar :)
Bókamarkaður á Akureyri
1. september 2022
Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefur verið opnaður á Lónsbakka, Akureyri.
Þúsundir titla í boði, opið frá kl. 10-18 alla daga til 11. september.
Missoula Public Library í Bandaríkjunum var valið besta almenningsbókasafnið 2022 (e. The Public Library of the Year award)
22. ágúst 2022
Verðlaunin eru veitt af IFLA (International Federation of Library Associations) í samstarfi við danska hugbúnaðarfyrirtækið Systematic A/S. Tilgangurinn er að heiðra ný bókasöfn um allan heim sem skara fram úr í opnum/hagnýtum arkitektúr, sjálfbærni, hugvitssömum tæknilausnum ásamt því að gera staðbundinni menningu hátt undir höfði.
Hin söfnin þrjú sem komu einnig sterklega til greina voru Ogre í Lettlandi, Gellerup í Danmörku og Ithra í Saudi-Arabíu. Upphaflega voru alls 20 söfn sem komu til greina frá 17 löndum.
Formaður dómnefndar tók það sérstaklega fram að keppnin í ár hafi verið hörð og ákaflega fjölbreytt. Allt frá stórum og glæsilegum byggingum til nýstárlegra, sjálfbærra lausna og minni bygginga. En að mati dómnefndar stóð Missoula upp úr.
Safnið nýtir umhverfisvitund, staðbundna menningu/náttúru í hönnun og hugvitsamar tæknilausnir. Þetta er safn með sterka framtíðarsýn og með kjöraðstæður fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa til að koma saman til að leika, læra og gera tilraunir.
https://www.youtube.com/watch?v=814LjaSkzd0
Hér má hlusta á viðtal við Slaven Lee safnstjóra Missoula almenningsbókasafnsins af þessu skemmtilega tilefni. Þar kemur meðal annars fram hvernig á að nýta verðlaunaféð til áframhaldandi góðra verka safninu til heilla.
Heimild: World´s best new public library found (Systematic A/S, 2022)
Mynd: Missoula Public Library named World's Best in 2022 (Destination Missoula
Húsdýr og traktor úr frauði
5. júlí 2022
Ævintýraheimur sem býður upp á skapandi leik hjá litla fólkinu. Þessar sveitaverur munu án efa laða að unga gesti og á sama tíma auka hreyfifærni þeirra. Það má sitja, standa og skríða á frauðinu.
- úr EVA frauði (EthylVinylAcetat)
- þétt og mjúkt efni
- án skaðlegra þalata (e. phthalates)
- skilur ekki eftir sig för á gólfi
- má þrífa með vatni
Þetta er ekki lagervara og þarf að panta. Afhendingartími getur verið um 6-8 vikur. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.
Rafknúið upplýsingaborð
10. maí 2022
Stílhrein hönnun sem tryggir góða vinnustöðu. Fáanlegt í tveimur stærðum, með eða án LED-lýsingar og hægt að fá inndreginni framhlið sem tryggir gott aðgengi allra. Sjá nánar hér.
Gömlu veggspjöldin aftur til sölu
9. maí 2022
Nú eru vinsælu veggspjöldin sem hvetja til lesturs komin aftur til sölu á hóflegu verði. Átta gerðir fáanlegar. Sjá hér
Aðalfundur ÞMB 19. maí 2022
5. maí 2022
Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 10, í húsnæði Þjónustumiðstöðvar Laugavegi 163.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses fyrir liðið ár.
2. Ársreikningar liðins starfsárs lagðir fram til samþykktar.
3. Stjórn kynnir fjárhagsáætlun yfirstandandi rekstrarárs.
4. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð í stað þeirra sem ganga úr ráðinu.
5. Kosning stjórnar Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses.
6. Kosning formanns fulltrúaráðsins.
7. Kosning endurskoðanda eða skoðunarmanns Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses
8. Önnur mál.
Fundurinn er opinn félagsmönnum í Upplýsingu sem áheyrnarfulltrúum.Til að hægt sé að áætla magn veitinga eru gestir vinsamlega beðnir um að skrá sig á fundinn á thjonusta@thmb.is
Uglan nú til í þremur litum
27. apríl 2022Hið klassíska uglu-bókastatíf er nú einnig fáanlegt í gráum lit. Athugið að grái liturinn er ekki lagervara og því þarf að sérpanta, oftast komið eftir 6-8 vikur.
Vinsamlegast óskið eftir verði. Ekki er meiri álagning á vörum sem eru sérpantaðar ef þær koma með næstu sendingu frá okkur en verð miðast við gengi og verð birgja á þeim tíma sem pantað er.
Áskrift að bókaplasti - Ný þjónusta!
4. apríl 2022
Nú er hægt að fá bókaplast og viðgerðarefni í áskrift. Hægt er að velja milli 3, 6, 9 eða 12 mánaða áskrift.
Sendið okkur upplýsingar um tegund bókaplasts, breidd og fjölda og við setjum áskriftina í gang. Einnig má setja viðgerðarefni og aðrar vörur með í áskriftina.
Ef þess er óskað gerum við tillögu að áskriftarpakka. Tillagan er þá unnin út frá fyrri pöntunum.
Þremur virkum dögum áður en áskriftarpakkinn er sóttur eða sendur af stað með Póstinum fáið þið tölvupóst þar sem ykkur er boðið að breyta pöntuninni eða bæta við.
Hvítir bókakassar á hjólum komnir á lager!
26. nóvember 2021
Glæsilegir bókakassar á hjólum. Fara vel með bæði hvítum bókasafnsbúnaði og hillustæðum úr viði.
Nú til á lager í tveimur stærðum og hentar því bæði börnum og fullorðnum.
Hillur/hólf beggja vegna og hentar því vel til að stúka af rými.
Sjón er sögu ríkari - endilega komið við hjá okkur og skoðið sýningareintakið.
Sjá nánar hér
Nýjar vörur á lager í takmörkuðu upplagi
24. nóvember 2021
Fallegur uppstillingarstandur í laginu eins og tré fyrir stórar jafnt sem litlar bækur.
Nánari upplýsingar hér
Skemmtilegur standur fyrir ritföng
og fleira í laginu eins og rúta.
Nánari upplýsingar hér
Bókamerki
27. september 2021
- Hundamyndir (4 gerðir í pakka)
- 200 bókamerki í pakka
Verð: 4.600 kr. m/vsk eða 23 kr. hvert bókamerki
Vnr. 207
- Kisumyndir (4 gerðir í pakka)
- 200 bókamerki í pakka
Verð: 4.600 kr. m/vsk eða 23 kr. hvert bókamerki
Vnr. 207
Köngulóa-bókamerki sem lýsir í myrkri!
Tilvalið fyrir hrekkjavökuna...
100 stk. í pakka
Verð: 4.600 kr. m/vsk eða 46 kr. hvert bókamerki
Emoji dýramyndir (4 gerðir saman í pakka)
- 200 bókamerki í pakka (50 stk. af hverri gerð)
Verð: 3.900 kr. m/vsk eða 19,5 kr. hvert bókamerki
Ilmandi bókamerki:
Fjórar gerðir af bókamerkjum sem gefa frá sér lykt þegar bókamerkið er klórað (tyggjó, jarðaber, kanilsnúðar, frostpinni). Hver mynd/gerð er seld sér í pakka (ekki blandað).
- 100 bókamerki í pakka
- Verð 3.900 kr. m/vsk eða 39 kr. hvert bókamerki
Deichman Bjørvika í Osló var valið besta almenningsbókasafnið 2021 (e. The Public Library of the Year award)
6. september 2021
Í ár voru 32 bókasöfn sem komu til greina og fimm þeirra voru tilnefnd og að lokum var vinningshafinn tilkynntur á IFLA ráðstefnunni í ágústmánuði.
Í niðurstöðum dómnefndar kom fram að Deichman Bjørvika hafi allt til að bera til að vera öðrum bókasöfnum til eftirbreytni.
Um er að ræða glæsilega byggingu með fallegan arkitektúr sem mótar umhverfi safngesta og hefur áhrif á líðan þeirra. Að auki uppfyllir það í senn að vera sælustaður fyrir bækur og lestur ásamt því að bjóða upp á notendavænar og snjallar tæknilausnir.
Þá var Deichman Bjørvika hrósað fyrir efnisval, orkulausnir og hvernig herbergin voru hönnuð með fjölbreytta notkun í huga. Þessi framsýni hugsunarháttur í átt að sjálfbærni er ákaflega mikilvægur að mati dómnefndar. Deichman Bjørvika sýni þó fyrst og fremst hvernig bókasöfn geta sameinað fólk í bæjum, borgum og minni samfélögum.
Forstöðumaður Deichman Bjørvika lét hafa eftir sér hversu mikilvægt það væri að stjórnmálafólk Oslóarborgar hafi með framsýni að leiðarljósi og skilningi á mikilvægi bókasafnsins gert það að algjöru forgangsmáli.
Við óskum frændum okkar í Noregi til hamingju með glæsilegt og notendavænt almenningsbókasafn.
Sjón er sögu ríkari: https://deichman.no/aktuelt/_8270c70a-fb73-41b0-8d81-fe20fed69623
Heimild: New public library world champion named (Systematic A/S, 2021)
Bókaturn
30. ágúst 2021
Fallegur og stílhreinn bókaturn fyrir bækur til uppstillingar.
- birki og glært akrýl
- fjögur hólf á hverri hæð
- tekur 180 - 260 bækur að meðalstærð
- fáanlegur með eða án hjóla
Nú á kynningarverði, sjá nánari upplýsingar hér
Sumarfrí Þjónustumiðstöðvar bókasafna
9. júní 2021
Í sumar verður lokað vegna sumarleyfa dagana 1. júlí til 5. ágúst.
Síðasti dagur fyrir póstpantanir er miðvikudagurinn 23. júní.
Aðalfundur ÞMB 19. maí
5. maí 2021
Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses verður haldinn miðvikudaginn 19. maí kl. 10,
í húsnæði Þjónustumiðstöðvar bókasafna
Laugavegi 163.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses fyrir liðið ár.
2. Ársreikningar liðins starfsárs lagðir fram til samþykktar.
3. Stjórn kynnir fjárhagsáætlun yfirstandandi rekstrarárs.
4. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð í stað þeirra sem ganga úr ráðinu.
5. Kosning stjórnar Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses.
6. Kosning formanns fulltrúaráðsins.
7. Kosning endurskoðanda eða skoðunarmanns Þjónustumiðstöðvar bókasafna ses og eins til vara.
8. Önnur mál.
Fundurinn er opinn félagsmönnum í Upplýsingu sem áheyrnarfulltrúum en vegna samkomutakmarkana er takmarkaður sætafjöldi og því þarf að skrá sig á fundinn á thjonusta@thmb.is
Nýtt bókaplast frá Neschen
19. apríl 2021Nýtt bókaplast frá Neschen er nú fáanlegt hjá okkur. Það er með svipaða eiginleika og Vistafoil HD og kemur í stærðinni 26 sm x 25 m. Mjög meðfærilegt og auðvelt að losa upp og lagfæra misfellur.
Hægt er að fá fría prufu af Neschen bókaplastinu með pöntunum.
Bókakassar
23. mars 2021
Sara bókakassarnir hafa verið vinsælir hjá okkur enda ákaflega falleg hönnun og nýtanlegir á ýmsa vegu.
- Þrjár stærðir í boði (geta því hentað bæði börnum og fullorðnum)
- Hægt að kaupa stakan bókakassa eða fleiri saman
- Henta vel til að skipta upp rými þar sem þeir eru tvöfaldir (hillur/hólf beggja vegna)
- Stamar gúmmímottur í botni efri hólfa tryggja að bækurnar standa uppréttar
- Hjólabúnaður fylgir, tvö hjól með bremsu og tvö án bremsu
Bókakassarnir eru fáanlegir í hvítu og beyki. Athugið að límstafir á mynd eru ekki á bókakassanum. Hægt er að kaupa upplýsingaskilti úr akrýl til að hengja á bókakassana.
Stærðir og verð:
Stór: H: 98,9 sm B: 72 sm D: 72 (fjögur hólf að ofan - átta að neðan)
Áætlað verð 2021: 245.900 kr m/vsk
Miðlungs: H: 63,9 sm B: 72 sm D: 72 (fjögur hólf að ofan - fjögur að neðan)
Áætlað verð 2021: 175.000 kr m/vsk
Lítill: H: 28,9 sm B: 72 sm D: 72 (ein hæð með fjórum hólfum)
Áætlað verð 2021: 145.000 kr m/vsk
Ekki lagervara - þarf að panta.
Skólasafn Skarðshlíðarskóla
10. febrúar 2021
Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir frá skólasafni Skarðshlíðarskóla.
sem við fengum sendar. Búnaðurinn var keyptur fyrir um ári síðan og nýtur sín vel í litríku og björtu rými safnsins.
Á myndunum má meðal annars sjá:
- Frontline bókasafnsbúnað á hjólum
- Rifflaða gafla m/upphengjum
- Hringekju til uppstillingar á safnkosti
- Halland plus bókavagna - annar grænn og hinn appelsínugulur
- Gólfmottu í barnakróknum
- Nokkra rauða bókakassa (Litla-Kláusa)
Ljósmyndir: Eva Dögg Hafsteinsdóttir safnstjóri bókasafns Skarðshlíðarskóla.
Bókamerki
9. febrúar 2021
Nánari upplýsingar hér.
Hvítir Halland plus bókavagnar nú til á lager
9. febrúar 2021
-Slitsterkir, liprir og bera mikinn þunga
-Fullhlöðnum vagni má aka léttilega yfir t.d. þröskulda, teppalagt gólf og inn í lyftur
Sjá nánari upplýsingar um Halland plus bókavagnana og aðrar gerðir sem við bjóðum upp á hér: https://www.thmb.is/bokasafnsbunadur/bokavagnar/
Bókaplast fyrir erfitt yfirborð
2. desember 2020
Fyrir bókakápur með erfitt yfirborð mælum við með Filmolux bókaplastinu frá Neschen, oft kallað lúxus-plastið
Það er mjúkt, tært, með fallegum gljáa og sterkri viðloðun. Filmolux hentar vel fyrir yfirborð eins og tau, striga, háglans eða hrjúft yfirborð.
http://www.thmb.is/bokasafnsbunadur/bokaplast-og-vidgerdarefni/bokaplast/filmolux-610
Jóla-bókastatíf
30. nóvember 2020

Búðu til skemmtilega og notalega jólastemmningu á safninu. Vorum að fá í hús stílhrein og falleg bókastatíf í anda jólanna. Takmarkað magn. Sjá nánar á http://www.thmb.is/smavara/bokastatif/
Tvær nýjar vörur í takmörkuðu upplagi
30. september 2020
Vekjum athygli á tveimur nýjum límböndum sem munu ekki koma aftur. Þetta eru góðar vörur sem seldar verða á konstaðarverði. Annars vegar grátt strigaband til að styrkja/gera við bókakili og kápur. Hins vegar hvítt, hálfgegnsætt, þunnt límband til að gera við lausar/rifnar blaðsíður og má nota til að setja í kverkar til að styrkja bækur. Nánari upplýsingar á tilboðssíðunni okkar.
Skilti á grindur
30. september 2020Þessar grindur fást því miður ekki lengur en þið sem eigið slíka grind með svörtum töppum gætuð bætt þessu skilti ofan á. Athugið að skiltin passa ekki á nýju gerðina. Verð pr. stk. 2.470 kr. m/vsk
Upplýsingaskiltin á bókakassana eru komin aftur!
1. september 2020
Hægt að nota á alla kanta sem ekki eru breiðari en 2,1 sm og því auðvelt að færa til og breyta skipulagi. Passar til dæmis á Linnea, Stóra- og Litla-Kláus, Julia Midi og Julia Maxi plus bókakassa.
Nánari upplýsingar hér
Afgreiðslan opin - pöntunarleiðir
11. ágúst 2020
Við hvetjum samt alla til að nýta stafrænar leiðir og aðra fjarþjónustu við pantanir og fyrirspurnir.
Við svörum öllum fyrirspurnum og pöntunum sem berast í:
-tölvupósti (thjonusta hjá thmb.is)
-gegnum fyrirspurnarkerfi á vefnum (thmb.is/hafa-samband)
-skilaboðum á Facebook
-síma 561-2130
Hægt er að fá pantanir sendar með Íslandspósti eða sækja í afgreiðsluna okkar.
Sumarlokun Þjónustumiðstöðvar bókasafna
24. júní 2020
Við viljum minna á sumarlokun Þjónustumiðstöðvar bókasafna dagana 2. júlí - 6. ágúst. Síðasti dagur fyrir póstpantanir er fimmtudagurinn 25. júní.
Lagerhreinsun - síðustu eintökin
12. maí 2020Síðustu eintökin af Filmolux soft bókaplastinu (34 sm x 25 m) og eldri gerðinni af Pello-plasti (30 sm x 25 m) eru nú á tilboði og koma ekki aftur.


Pelloplast 30 sm x 25 m - 4.000 kr. m/vsk
Filmolux soft 34 sm x 25 - 5.500 kr. m/vsk
---
Að sjálfsögðu verðum við áfram með Bio Pello (umhverfisvæna bókaplastið) og Vistafoil (gamla, góða með rauðu línunum á bakhlið).
Breyttur opnunartími
5. maí 2020Þjónustumiðstöð bókasafna hefur opnað afgreiðsluna aftur með aðeins breyttum opnunartíma.
Opnunartími verður sem hér segir:
mán.-fim. kl. 9-12 og kl. 13-16
föstud. kl. 9-12.
Kynningarverð á Bio Pello
- umhverfisvæna bókaplastinu
5. mars 2020Það er þægilegt að spritta bækur sem hafa verið plastaðar.
Við minnnum á kynningarverðið okkar á Bio Pello , umhverfisvæna bókaplastinu.
Bókakassinn Dilly
25. febrúar 2020
Þennan flotta bókakassa má finna á Bókasafni Fjallabyggðar (Siglufirði) og eru krakkarnir alsælir með nýja vininn. Yngstu börnin geta sótt sér bækur alveg sjálf án hjálpar.
Við óskum Dillý til hamingju með nýja, góða heimilið.
Hér má finna upplýsingar um Dillý og félaga:
http://www.thmb.is/bokasafnsbunadur/bokakassar-dyr/
Ljósmynd: Hrönn Hafþórsdóttir, Bókasafni Fjallabyggðar.
Hljóðdempandi sokkar
5. febrúar 2020
Ný vara!
Stílhreinir og hljóðdempandi sokkar fyrir stóla. Getur minnkað hávaða um allt að 18dB. Má þvo á ullarprógrammi og setja í þurrkara.
Þessi vara er ekki lagervara, vinsamlegast óskið eftir tilboði.
Nýtt og umhverfisvænt bókaplast
27. janúar 2020Við kynnum nýtt og umhverfisvænt bókaplast sem er framleitt úr etanóli sem er unnið úr sykurreyr-plöntum og því unnið úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.
Eiginleikar
Slétt, tært og með fallegum gljáa
Mjúkt og meðfærilegt að plasta úr því
Lítill færanleiki meðan verið er að plasta
Óhætt að líma plastmiða á bókaplastið þar sem það skilur ekki eftir límleifar
Plastið er 25 metrar að lengd og verður fáanlegt í eftirfarandi breiddum: 24, 26, 30, 35 og 40 sm. Möguleiki á að fá breiðari stærð síðar meir ef þörf verður á.
Umhverfisvænt bókaplast
Plastið er framleitt úr etanóli sem unnið er úr sykurreyr-plöntum. Það er því unnið úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.
Framleiðsla plastsins er með neikvætt kolefnisspor. Sykurreyrinn bindur í sig koltvíoxíð úr andrúmsloftinu á vaxtarstigi. Syrkurreyrinn er mulinn til að framleiða bæði reyrsykur og etanól. Etanólið er meðal annars notað til að framleiða umhverfisvæna Pelloplastið. Kvoðan sem verður eftir úr sykurreyrnum er notuð til framleiðslu á gufu sem sér myllum fyrir hita og rafmagni. Það rafmagn sem verður afgangs er svo selt til nærliggjandi rafmagnskerfa.
Límið sem er notað við framleiðsluna er vatns- og akrýlblandað án leysiefna.
Öll framleiðslan fer fram í Pello í Finnlandi og allt hráefni kemur frá Finnlandi og Evrópu (EU). Pello vinnur stöðugt að betri og umhverfisvænni lausnum fyrir bókaplast.
Stærðir
24 sm x 25 m
26 sm x 25 m
30 sm x 25 m
35 sm x 25 m
40 sm x 25 m
Bækur og gögn er best að plasta meðan þau eru ný og tryggja þannig endingu þeirra, auðvelda þrif og spara tafsamar viðgerðir.
Geymsluþol plastsins á köldum stað er mikið og því óhætt að eiga allar breiddir og nýta þannig plastið á sem hagkvæmastan máta.
Viðgerð á bókum með laus spjöld
20. janúar 2020Af og til fáum við fyrirspurnir um hvernig gera eigi við bækur með laus spjöld. Hér er ágætt kennslumyndband frá vinum okkar í Demco.
Bókahjarirnar okkar eru úr límbornu taui sem er bleytt til að virkja límið en stundum getur þurft að bæta lími við.
https://www.youtube.com/watch?v=_8hT0SptB-4
Þjónustumiðstöð bókasafna er komin á Facebook!
16. janúar 2020Það gleður okkur að segja frá því að nú erum við komin á Facebook. Endilega fylgið okkur þar.
