Nýjar vörur og aðrar fréttir

Bókaplast fyrir erfitt yfirborð 

2. desember 2020

Filmolux610Fyrir bókakápur með erfitt yfirborð mælum við með Filmolux bókaplastinu frá Neschen, oft kallað lúxus-plastið

Það er mjúkt, tært, með fallegum gljáa og sterkri viðloðun. Filmolux hentar vel fyrir yfirborð eins og tau, striga, háglans eða hrjúft yfirborð.

http://www.thmb.is/bokasafnsbunadur/bokaplast-og-vidgerdarefni/bokaplast/filmolux-610

Jóla-bókastatíf

30. nóvember 2020

Jolasveinn_statifAlfur_statif
Búðu til skemmtilega og notalega jólastemmningu á safninu. Vorum að fá í hús stílhrein og falleg bókastatíf í anda jólanna. Takmarkað magn. Sjá nánar á http://www.thmb.is/smavara/bokastatif/

Tvær nýjar vörur í takmörkuðu upplagi

30. september 2020
Vekjum athygli á tveimur nýjum límböndum sem munu ekki koma aftur. Þetta eru góðar vörur sem seldar verða á konstaðarverði. Annars vegar grátt strigaband til að styrkja/gera við bókakili og kápur. Hins vegar hvítt, hálfgegnsætt, þunnt límband til að gera við lausar/rifnar blaðsíður og má nota til að setja í kverkar til að styrkja bækur. Nánari upplýsingar á tilboðssíðunni okkar.

Pelloplast_limbandGratt_strigaband

Skilti á grindur 

30. september 2020

Þessar grindur fást því miður ekki lengur en þið sem eigið slíka grind með svörtum töppum gætuð bætt þessu skilti ofan á. Athugið að skiltin passa ekki á nýju gerðina. Verð pr. stk. 2.470 kr. m/vsk

Grind_skiltiGrind_skilti_naerUpplýsingaskiltin á bókakassana eru komin aftur!

1. september 2020
Skilti-bokavagna_2Skilti_bokavagna
Hægt að nota á alla kanta sem ekki eru breiðari en 2,1 sm og því auðvelt að færa til og breyta skipulagi. Passar til dæmis á Linnea, Stóra- og Litla-Kláus, Julia Midi og Julia Maxi plus bókakassa.

Nánari upplýsingar hér 

Afgreiðslan opin - pöntunarleiðir

11. ágúst 2020

Við hvetjum samt alla til að nýta stafrænar leiðir og aðra fjarþjónustu við pantanir og fyrirspurnir.

Við svörum öllum fyrirspurnum og pöntunum sem berast í:
-tölvupósti (thjonusta hjá thmb.is)
-gegnum fyrirspurnarkerfi á vefnum (thmb.is/hafa-samband)
-skilaboðum á Facebook
-síma 561-2130

Hægt er að fá pantanir sendar með Íslandspósti eða sækja í afgreiðsluna okkar.

Sumarlokun Þjónustumiðstöðvar bókasafna

24. júní 2020

Við viljum minna á sumarlokun Þjónustumiðstöðvar bókasafna dagana 2. júlí - 6. ágúst. Síðasti dagur fyrir póstpantanir er fimmtudagurinn 25. júní.

Postpantanir

Lagerhreinsun - síðustu eintökin

12. maí 2020

Síðustu eintökin af Filmolux soft bókaplastinu (34 sm x 25 m) og eldri gerðinni af Pello-plasti (30 sm x 25 m) eru nú á tilboði og koma ekki aftur.

Pello_lagerhreinsunFilmolux_soft_lagerhreinsun

Pelloplast 30 sm x 25 m - 4.000 kr. m/vsk
Filmolux soft 34 sm x 25 - 5.500 kr. m/vsk
---
Að sjálfsögðu verðum við áfram með Bio Pello (umhverfisvæna bókaplastið) og Vistafoil (gamla, góða með rauðu línunum á bakhlið).

Breyttur opnunartími

5. maí 2020

Þjónustumiðstöð bókasafna hefur opnað afgreiðsluna aftur með aðeins breyttum opnunartíma. 

Opnunartími verður sem hér segir:
mán.-fim. kl. 9-12 og kl. 13-16
föstud. kl. 9-12.

Kynningarverð á Bio Pello
- umhverfisvæna bókaplastinu

5. mars 2020

Það er þægilegt að spritta bækur sem hafa verið plastaðar.

Við minnnum á kynningarverðið okkar á Bio Pello , umhverfisvæna bókaplastinu. 

I-m-green-plastic

Bókakassinn Dilly

25. febrúar 2020
Þennan flotta bókakassa má finna á Bókasafni Fjallabyggðar (Siglufirði) og eru krakkarnir alsælir með nýja vininn. Yngstu börnin geta sótt sér bækur alveg sjálf án hjálpar.

Við óskum Dillý til hamingju með nýja, góða heimilið.

Hér má finna upplýsingar um Dillý og félaga:
http://www.thmb.is/bokasafnsbunadur/bokakassar-dyr/

Dilly

Ljósmynd: Hrönn Hafþórsdóttir, Bókasafni Fjallabyggðar.

Hljóðdempandi sokkar

5. febrúar 2020

Ný vara!

Stílhreinir og hljóðdempandi sokkar fyrir stóla. Getur minnkað hávaða um allt að 18dB. Má þvo á ullarprógrammi og setja í þurrkara.

Þessi vara er ekki lagervara, vinsamlegast óskið eftir tilboði.

SokkarSokkar_nalaegt

Nýtt og umhverfisvænt bókaplast

27. janúar 2020 

Bio-Pello-mynd


Við kynnum nýtt og umhverfisvænt bókaplast sem er framleitt úr etanóli sem er unnið úr sykurreyr-plöntum og því unnið úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.Eiginleikar

  • Slétt, tært og með fallegum gljáa

  • Mjúkt og meðfærilegt að plasta úr því

  • Lítill færanleiki meðan verið er að plasta

  • Óhætt að líma plastmiða á bókaplastið þar sem það skilur ekki eftir límleifar

  • Plastið er 25 metrar að lengd og verður fáanlegt í eftirfarandi breiddum: 24, 26, 30, 35 og 40 sm. Möguleiki á að fá breiðari stærð síðar meir ef þörf verður á.

Umhverfisvænt bókaplast

  • Plastið er framleitt úr etanóli sem unnið er úr sykurreyr-plöntum. Það er því unnið úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.

  • Framleiðsla plastsins er með neikvætt kolefnisspor. Sykurreyrinn bindur í sig koltvíoxíð úr andrúmsloftinu á vaxtarstigi. Syrkurreyrinn er mulinn til að framleiða bæði reyrsykur og etanól. Etanólið er meðal annars notað til að framleiða umhverfisvæna Pelloplastið. Kvoðan sem verður eftir úr sykurreyrnum er notuð til framleiðslu á gufu sem sér myllum fyrir hita og rafmagni. Það rafmagn sem verður afgangs er svo selt til nærliggjandi rafmagnskerfa.

  • Límið sem er notað við framleiðsluna er vatns- og akrýlblandað án leysiefna.

  • Öll framleiðslan fer fram í Pello í Finnlandi og allt hráefni kemur frá Finnlandi og Evrópu (EU). Pello vinnur stöðugt að betri og umhverfisvænni lausnum fyrir bókaplast.

Stærðir
24 sm x 25
26 sm x 25
30 sm x 25 m 
35 sm x 25 m 
40 sm x 25 m 

Bækur og gögn er best að plasta meðan þau eru ný og tryggja þannig endingu þeirra, auðvelda þrif og spara tafsamar viðgerðir. 

Geymsluþol plastsins á köldum stað er mikið og því óhætt að eiga allar breiddir og nýta þannig plastið á sem hagkvæmastan máta.


Viðgerð á bókum með laus spjöld

20. janúar 2020

Af og til fáum við fyrirspurnir um hvernig gera eigi við bækur með laus spjöld. Hér er ágætt kennslumyndband frá vinum okkar í Demco.

Bókahjarirnar okkar eru úr límbornu taui sem er bleytt til að virkja límið en stundum getur þurft að bæta lími við.

https://www.youtube.com/watch?v=_8hT0SptB-4

Þjónustumiðstöð bókasafna er komin á Facebook!

16. janúar 2020

Það gleður okkur að segja frá því að nú erum við komin á Facebook. Endilega fylgið okkur þar. 

Screen-Shot-2020-03-02-at-13.38.52