Slimline/Frontline bókasafnsbúnaður

Standard útlit er beyki, birki eða málaðir gaflar. Aðrar viðartegundir fáanlegar gegn aukagjaldi.

  • öryggisprófaður bókasafnsbúnaður sem stenst hæstu gæðakröfur fyrir notkun á almenningsrými

  • framleiddur eftir gæðastaðli ISO 9001:2015 og umhverfisstaðli ISO 14001:2015 með FSC vottun

  • fyrsti stofnanabúnaðurinn sem hlaut Svaninn fyrir umhverfisvæna framleiðslu

  • býður upp á sérlausnir sem eru sniðnar að mismunandi gerðum safnkosts

  • er sveigjanlegur og hægt að gera breytingar á honum með tilfærslum innan búnaðarins eða með því að kaupa viðbætur

  • er í stöðugri þróun og vel fylgst með þörfum bókasafnsins fyrir búnað hverju sinni

Munurinn á Slimline og Frontline er að frambrún bókahillunnar í Frontline nær 5 mm inn fyrir gaflinn en 26 mm í Slimline.

Screen-Shot-2020-08-12-at-12.06.39Screen-Shot-2020-08-12-at-12.07.25
Frontline                                                   Slimline


Fimm hæðir á stillanlegum fótum




Breiddir/lengd

  • Hillustæðurnar eru fáanlegar sem upphafs- og  tengieiningar.

  • Mál á upphafseiningu er með tveimur            endagöflum, en hver tengieining er með einum milligafli.

  • Bókahillur eru fáanlegar í 75 og 90 sm lengd (90 sm er algengust).





Hér að neðan er dæmi um fjögurra hólfa hillustæðu með upphafseiningu + þremur tengieiningum. Hillulengd er 90 sm. Hillustæðan er því samtals 371,4 sm að lengd.

94,5 sm92, 3 sm92, 3 sm92, 3 sm


Dýptir

Hægt er að fá hillustæðurnar einfaldar við vegg eða tvöfaldar frístandandi



Gafldýpt fer eftir dýpt bókahillna og hvort um er að ræða einfalda eða tvöfalda hillustæðu. 

Gafldýptir í Slimline (Frontline galfar eru 2 sm grynnri)

Einföld hillustæða

  • 30,8 sm - fyrir 25 sm djúpar bókahillur

  • 35,8 sm - fyrir 30 sm djúpar bókahillur

  • 45,8 sm - fyrir 40 sm djúpar bókahillur

Tvöföld hillustæða

  • 58,9 sm - fyrir 2 x 25 sm djúpar bókahillur

  • 68,9 sm - fyrir 2 x 30 sm djúpar bókahillur

  • 88,9 sm - fyrir 2 x 40 sm djúpar bókahillur


Bókahillur úr stáli

Topphillur og bókahillur með lausum akrýlbakkanti og braut fyrir öryggisprófaðar bókastoðir.

Fjöldi bókahillna í stæðu fer eftir hæð hillustæðunnar.



  • Hillulengd: 75 og 90 sm. Hefðbundin lengd: 90 sm.

  • Hilludýpt: 25, 30 og 40 sm. Hefðbundin dýpt: 25 sm.

  • Mælt er með 28 sm bili milli hillna í skáldsögum og fræðibókum

  • Mælt er með 32, 35 eða 28 sm bili milli hillna í handbókum og yfirstærðarbókum

  • Neðsta hilla er oftast höfð 30 sm frá gólfi


Standard litir á stálhillum (einnig hægt að velja aðra liti gegn aukagjaldi):



Sérbúnaður og valkostir

Hægt að fá ýmsa sérvöru inn í bókasafnsbúnaðinn sem er sniðin að ólíkum safnkosti og þörfum.


Dæmi um slíkt er:

  • öryggisprófaðar bókastoðir

  • skáhillur fyrir tímarit

  • hallandi botnhillur

  • hjólabúnaður (á frístandandi tvöfaldar hillustæður í hæð 120 eða 150 og ekki lengri en 187 sm)

  • gramskassar/flettikrybba fyrir stórar/harðspjalda-/barnabækur

  • rifflaðir gaflar í stað sléttra á tvöfaldar stæður


Annar mikilvægur búnaður

(bókasöfn samanstanda ekki bara af bókahillum)

  • bókavagnar

  • bókakassar fyrir fullorðna og börn

  • tímaritaskápar

  • Búnaður fyrir uppstillingar

  • mottur

  • upphengi til að stilla upp safnkosti til að hengja á vegg eða rifflaðan endagafl

  • bókastatíf til stilla fram bókum á hillu eða borði


Við erum ávallt reiðubúin að veita ráðgjöf um bestu nýtingu, samsetningu, uppstillingu og viðbætur bóksafnsbúnaðar. Endilega hafið samband til að bóka fund með okkur.