Bókakassar
Hvítir bókakassar á hjólum - til á lager
- Þrjár stærðir í boði (geta því hentað bæði börnum og fullorðnum)
- Hægt að kaupa stakan bókakassa eða fleiri saman
- Henta vel til að skipta upp rými þar sem þeir eru tvöfaldir (hillur/hólf beggja vegna)
- Stamar gúmmímottur í botni efri hólfa tryggja að bækurnar standa uppréttar sama hversu fáar þær eru
- Hjólabúnaður fylgir, tvö hjól með bremsu og tvö án bremsu
Fáanlegir í hvítu og beyki.
Stærðir og verð:
Stór: H: 98,9 sm B: 72 sm D: 72 (fjögur hólf að ofan - átta að neðan)
Áætlað verð 2022: 285.500 kr m/vsk
Miðstærð: H: 63,9 sm B: 72 sm D: 72 (fjögur hólf að ofan - fjögur að neðan)
Áætlað verð 2022: 235.300 kr m/vsk
Lítill: H: 28,9 sm B: 72 sm D: 72 (ein hæð með fjórum hólfum)
Áætlað verð 2022: 194.400 kr m/vsk
Til á lager: miðlungs og stór í hvítu.
Fimm hæða bókakassi með skúffu
Bókakassi með fimm hæðum til að stilla upp bókum. Þrjár að ofan og tvær að neðan í skúffu sem hægt er að draga út.
Stærð:
H: 76 sm
B: 93,2 sm
D: 41,2 sm
Áætlað verð 2022: 368.600 kr. m/vsk
Ekki lagervara - hafið samband og biðjið um tilboð.
Uppstillinga- og gramskassar
Fjölbreyttir notkunarmöguleikar
Þrír kassar í setti í mismunandi hæð sem hægt er að raða á ólíka vegu. Allir kassarnir eru með loki sem hægt er að taka af og breytist uppstillingarstandurinn þá í gramskassa. Lægsta kassann má nota til að sitja á. Gramskassanum er hægt að skipta í 2 eða 4 hólf.
Hægt að raða á ýmsa vegu, t.d. stökum kössum við gafla
eða saman í uppstillingar-klasa.
Kassinn kemur á stillanlegum fótum. Til þess að auka sveiganleika er hægt að
panta plötur á hjólum sem eru einnig 3 í pakkningu.
Mál: H-40/60/80, B-50, D-50 sm
Mál á hólfi: H-14, B-22, D-22 sm.
Litir: Hvítt og svargrátt.
Verð: Ekki lagervara - tilboð í hvert skipti.
Litli-Kláus
Vandaðir
flettikassar með ávalar frambrúnir úr
gegnheilum viði. Litli-Kláus er með tvö óskipt hólf að ofan og hægt að setja á hjól.
Litli-Kláus er tilvalinn fyrir harðspjaldabækur. Bæði er hægt að skoða forsíður bóka og hafa bækur þar sem aðeins sést á kjöl. Hægt er að koma fyrir um það bil 65 - 145 myndabókum (fer eftir stærð).
Stærð:
H: 71 sm
B 91 sm
D: 38 sm
Fáanlegur spónlagður í beyki og birki eða málaður (MDF plötur) í gulum, rauðum, grænum, hvítum og dökkgráum.
Áætlað verð 2022:
Litli-Kláus - 241.400 kr. m/vsk
Hjólasett - 18.900 kr. m/vsk
Til á lager: Hvítur
Vnr. 651
Stóri-Kláus

Vandaðir flettikassar með ávalar frambrúnir úr gegnheilum viði. Stóri-Kláus er með þrjú óskipt hólf að ofan.
Stóri-Kláus er tilvalinn fyrir til dæmis teiknimyndabækur og föndurbækur. Hægt er að koma fyrir um það bil 180 - 200 myndabókum.
Stærð:
H: 94 sm
B: 91 sm
D: 45 sm
Áætlað verð 2022:
Stóri-Kláus - 257.500 kr. m/vsk ekki til á lager en hægt að panta
Hjólasett - 18.900 kr. m/vsk
Viður: Beyki og birki
Ekki til á lager en hægt að panta
Vnr. 650
Bókakassi


H: 59 sm
B: 86 sm
D: 38 sm
Hægt er að fá kassann án sökkulhillu, þá er hægt að nýta rýmið fyrir tvo leikfangakassa (36x36x25 sm) undir eða fyrir bækur. Hægt að koma fyrir 35-75 myndabókum.
Verð:98.900 kr. m/vsk
Sökkulhilla - 28.800 kr. m/vsk
Hjólasett - 16.900 kr. m/vsk
Viður: Beyki og birki
Litur til á lager: Beyki
Vnr. 653
Stór 6 hólfa bókakassi
Sterkur bókakassi, hægt að taka úr skilrúmin og breyta í tvö stór hólf. Lamineraður krossviður og gúmmíklæðning á botninum í hólfunum.
Stærð:
H: 55 sm
B: 74 sm
D: 62 sm
Áætlað verð (2022):
184.500 kr. m/vsk án hjóla
Hjólasett: 16.900 kr. m/vsk
Vnr. 657
Litir: Hvítur, blár, appelsínugulur og grænn.
Litur á lager: Grænn (samsettur).
Uppstillingarkassi með hátt eða lágt bak
Efni: spónlagt beyki / málað MDF
Litir: Hliðarnar eru fáanlegar í beyki, birki eða hvítu (þá er hann alveg hvítur).
Stærð:
H: 96,1 sm / 137,5 sm
B: 94,4 sm
D: 41,2 sm
Áætlað verð 2022:
268.500 kr. m/vsk
Hjólasett - 18.900 kr. m/vsk
Tekur um 75-140 myndabækur
Spónlagt beyki/birki eða málað MDF
Hentar vel fyrir bæði börn og fullorðna
Stillanlegir fætur fylgja - hægt að kaupa hjól
á samsetningarstigi er hægt að ákveða hvort bakið sér hærra upp eða falli við hinar hliðarnar
hátt bak: hægt að stilla fram bókum á akrýl-upphengjum
Lágt bak: minnir á hefðbundinn bókakassa
Vnr. 649
Upphengi á Linnea uppstillingarkassa

Passar á Linnea uppstillingarkassa, rifflaðan endagafl, rifflaða plötu og Quattro uppstillingarturn.
Hægt að stilla upp opinni bók á þessu upphengi.
H: 15, 5 sm
B: 22 sm
D: 5 sm
Verð:
5.500 kr. m/vsk
Vnr. 508
Upplýsingaskilti fyrir bókakassa og gafla
- Til að hengja á bókakassa og gafla með 2,2 sm hámarksbreidd á kanti
- Auðvelt að færa til og breyta skipulagi enda passar skiltið á flesta bókakassa og gafla
- Með glampvörn
Stærð: B: 2,1 sm H: 18 sm
Efni: Glært akrýl PMMA
Vnr. 507
Skilakassi

Skilakassi með lás. Tekur um það bil 45-50 bækur í standardstærð.
Skilakassi sem er ætlaður fyrir skil á bókum t.d. utan afgreiðslustíma. Einnig má nota kassann t.d. á skólasöfnum, þar sem margir nemendur koma í einu til að skila.
Kassinn er til notkunar innandyra, hann er með rauf að framan og læsanlegur. Hann er lagður beykispæni og í botni er 40 mm motta úr eldhamlandi efni.
Ekki til á lager en hægt að panta.
Stærð:
H: 89 sm
B: 50 sm
D: 40 sm
Stærð á rauf:
46 sm x 7.5 sm
Viður: Beyki
Vnr. 830