Fréttir

Kynningarverð á Bio Pello framlengt

5. mars 2020

Það er þægilegt að spritta bækur sem hafa verið plastaðar.

Við framlengjum gildistíma á kynningarverðinu okkar á Bio Pello , umhverfisvæna bókaplastinu, til 23. mars næstkomandi. 

I-m-green-plastic

Bókakassinn Dilly

25. febrúar 2020
Þennan flotta bókakassa má finna á Bókasafni Fjallabyggðar (Siglufirði) og eru krakkarnir alsælir með nýja vininn. Yngstu börnin geta sótt sér bækur alveg sjálf án hjálpar.

Við óskum Dillý til hamingju með nýja, góða heimilið.

Hér má finna upplýsingar um Dillý og félaga:
http://www.thmb.is/bokasafnsbunadur/bokakassar-dyr/

Dilly

Ljósmynd: Hrönn Hafþórsdóttir, Bókasafni Fjallabyggðar.

Hljóðdempandi sokkar

5. febrúar 2020

Ný vara!

Stílhreinir og hljóðdempandi sokkar fyrir stóla. Getur minnkað hávaða um allt að 18dB. Má þvo á ullarprógrammi og setja í þurrkara.

Þessi vara er ekki lagervara, vinsamlegast óskið eftir tilboði.

SokkarSokkar_nalaegt

Nýtt og umhverfisvænt bókaplast

27. janúar 2020 

Bio-Pello-mynd


Við kynnum nýtt og umhverfisvænt bókaplast sem er framleitt úr etanóli sem er unnið úr sykurreyr-plöntum og því unnið úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.Eiginleikar

  • Slétt, tært og með fallegum gljáa

  • Mjúkt og meðfærilegt að plasta úr því

  • Lítill færanleiki meðan verið er að plasta

  • Óhætt að líma plastmiða á bókaplastið þar sem það skilur ekki eftir límleifar

  • Plastið er 25 metrar að lengd og verður fáanlegt í eftirfarandi breiddum: 24, 26, 30, 35 og 40 sm. Möguleiki á að fá breiðari stærð síðar meir ef þörf verður á.

Umhverfisvænt bókaplast

  • Plastið er framleitt úr etanóli sem unnið er úr sykurreyr-plöntum. Það er því unnið úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.

  • Framleiðsla plastsins er með neikvætt kolefnisspor. Sykurreyrinn bindur í sig koltvíoxíð úr andrúmsloftinu á vaxtarstigi. Syrkurreyrinn er mulinn til að framleiða bæði reyrsykur og etanól. Etanólið er meðal annars notað til að framleiða umhverfisvæna Pelloplastið. Kvoðan sem verður eftir úr sykurreyrnum er notuð til framleiðslu á gufu sem sér myllum fyrir hita og rafmagni. Það rafmagn sem verður afgangs er svo selt til nærliggjandi rafmagnskerfa.

  • Límið sem er notað við framleiðsluna er vatns- og akrýlblandað án leysiefna.

  • Öll framleiðslan fer fram í Pello í Finnlandi og allt hráefni kemur frá Finnlandi og Evrópu (EU). Pello vinnur stöðugt að betri og umhverfisvænni lausnum fyrir bókaplast.

Stærðir
24 sm x 25
26 sm x 25
30 sm x 25 m 
35 sm x 25 m 
40 sm x 25 m 

Bækur og gögn er best að plasta meðan þau eru ný og tryggja þannig endingu þeirra, auðvelda þrif og spara tafsamar viðgerðir. 

Geymsluþol plastsins á köldum stað er mikið og því óhætt að eiga allar breiddir og nýta þannig plastið á sem hagkvæmastan máta.


Viðgerð á bókum með laus spjöld

20. janúar 2020

Af og til fáum við fyrirspurnir um hvernig gera eigi við bækur með laus spjöld. Hér er ágætt kennslumyndband frá vinum okkar í Demco.

Bókahjarirnar okkar eru úr límbornu taui sem er bleytt til að virkja límið en stundum getur þurft að bæta lími við.

https://www.youtube.com/watch?v=_8hT0SptB-4

Þjónustumiðstöð bókasafna er komin á Facebook!

16. janúar 2020

Það gleður okkur að segja frá því að nú erum við komin á Facebook. Endilega fylgið okkur þar. 

Screen-Shot-2020-03-02-at-13.38.52