Hillubúnaður

Hillubúnaður - bæklingur 

Við höfum aðstoðað starfsfólk bókasafna í 40 ár við að búa bókasöfnin sem best fyrir þá starfsemi sem þar á að fara fram.

Hvort sem þörf er á einni hillu eða heilu safni þá viljum við gjarnan heyra frá ykkur. Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum. Stundum getur verið gott að bóka fund með okkur til að fara yfir málin og hafa þá meðferðis teikningu í stærðinni 1:100 eða 1:50.

Við val á búnaði fyrir bókasafn er fjölbreytni, styrkur og sveigjanleiki lykilatriði.

Bókasafnsbúnaðurinn sem við bjóðum er í stöðugri þróun og framleiddur eftir gæðastöðlum meðal annars með tilliti til notkunar á umhverfisvænum efnum. Val er um fjölbreyttan búnað sem allur stenst hæstu gæðakröfur hvað snertir efnisnotkun, yfirborðsfrágang, samsetningu, stöðugleika og burðarþol.

Í bókasafnsbúnaði eru afgreiðsluborð, bókavagnar, myndabókakassar auk sérbúnaðar t.d. öryggisprófaðar bókastoðir, hjól, hallandi hillur fyrir uppstillingar, hillur fyrir geisladiska og myndefni, hallandi botnhillur til að auðvelda sýn á efni í neðstu hillu, flettikassar, útdraganlegar hillur, skrifplötur og fleira.

Hillubúnaðurinn er frístandandi við vegg eða á gólfi, hann er hægt að fá í fimm hæðum, þremur hilludýptum og hillur eru 90 og 75 sm langar.

Ekki hika við að vera í sambandi við okkur til að fá ráðgjöf, nálgast upplýsingar eða til að ræða hugmyndir og útfærslur.

Þjónustumiðstöð bókasafna
thjonusta@thmb.is
Sími: 561-2130